Frestun Sundabrautar ekki rædd á borgarstjórnarfundi

Frestun Sundabrautar var ekki tekin á dagskrá á fundi borgarstjórnar í dag, en borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til að borgarstjórn brygðist við frumvarpi forsætisráðherra um að fresta fjármögnun Sundabrautar.

Samfylkingin lagði fram bókun af þessum sökum og segir þar að fáheyrt sé að hafna beiðni um að brýn mál séu tekin á dagskrá. ,,Fyrir vikið fengust ekki svör við spurningum um hvort samráð hafi verið haft við borgarstjóra um þessa frestun, hvernig liði útfærslu á Sundabraut í jarðgöngum, hvort jarðgöng væri enn fyrsti kosturinn við þverun Kleppsvíkur, hvers vegna aðeins hefði verið haldinn einn fundur í samráðshópi um Sundabraut þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fulltrúa íbúa um að hópurinn verði kallaður saman.

Engin svör fengust heldur um það hvernig tryggja ætti fjármögnun á Sundabraut alla leið en til þess þarf sérstaka samþykkt Alþingis," segir í bókun Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert