Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituðu í morgun að karlmanni á áttræðisaldri en hann hafði síðast sést um klukkan 22 í gærkvöldi við bensínstöð á Ártúnsholti á bíl sínum. Þegar björgunarsveitir höfðu leitað á um aðra klukkustund kom maðurinn fram heill á húfi á heimili sínu.
Alls tóku 9 björgunarsveitir í 20 hópum og þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni.