Hætta útgáfu landakorta

Landmælingar Íslands hætta útgáfu landakorta og sölu þeirra á almennum markaði um áramótin samkvæmt nýlegum lögum um starfsemi stofnunarinnar.

Gunnar Kristinsson, sölustjóri hjá Landmælingum Íslands, segir að vegna þessa verði útgáfuréttur af fimm helstu ferðakortunum seldur og hætt verði að gefa út önnur kort auk þess sem reynt verði að selja allan kortalager. Landakortagrunnarnir eru ferðakort 1:500 000, ferðakort 1-3 1:250 000 (þrjú kort af öllu landinu), ferðakort 1:750 000, ferðakortabók 1:500 000 og vegaatlas 1:200 000.

Markmiðið með þessari breytingu er að draga Landmælingar Íslands út úr samkeppni við einkafyrirtæki sem sinna kortaútgáfu. Gunnar segir að fyrir vikið geti stofnunin lagt meiri áherslu á grunnþætti starfseminnar, landmælingar og grunnkortagerð. Hann segir að umrædd kort og bækur seljist í samtals um 30.000 eintökum á ári en auk þess séu nokkur hundruð titlar á lager sem einnig eigi að selja. Óskað er eftir tilboðum í grunnana og er sölulýsing á heimasíðu Ríkiskaupa (www.rikiskaup.is).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka