Hálka víða á vegum

Hálka eru á Hellisheiði og í Þrengslum, hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi og Austurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka og hálkublettir, á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði er snjóþekja og skafrenningur og hætt er við að færð þyngist þar með kvöldinu.

Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir. Lágheiði er orðin fær en þar er snjóþekja og skafrenningur og hætt er við að færð þyngist þar með kvöldinu. Á Austurlandi er hálka og hálkublettir, búið er að opna Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert