Samgönguráðherra ræður sér nýjan aðstoðarmann

Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Kristrún hefur störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi.

Kristrún lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og framhaldsnámi frá KHÍ 2004. Hún hefur starfað sem kennari og skólastjóri, meðal annars við Grunnskóla Önundarfjarðar og víðar, við ráðgjöf og kennslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og sem verkefnisstjóri hjá menntamálaráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert