Dæmdur í 3½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 2 stúlkum

mbl.is

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og einnig fyrir samskonar brot gegn annarri stúlku. Maðurinn var dæmdur til að greiða stjúpdóttur sinni 1,5 milljónir króna í bætur og hinni stúlkunni 1 milljón króna í bætur.

Báðar stúlkurnar eru fæddar árið 1994. Maðurinn framdi brotin gegn stúpdóttur sinni áa tímabilinu frá júní árið 2000 fram til októberloka 2004. Brotin gegn hinni stúlkunni voru talin vera framin í september 2004.

Í forsendum Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að maðurinn eigi sér engar málsbætur. Við ákvörðun refsingar beri að líta til þess að brot hans voru ítrekuð og alvarleg og beindust annars vegar að stjúpdóttur hans og hins vegar að vinkonu stjúpdótturinnar. Með brotum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni, sem var aðeins 6 ára gömul þegar brotin hófust, hafi maðurinn brotið gróflega gegn uppeldis- og trúnaðarskyldum sínum gagnvart barninu. Með brotum sínum gagnvart ungri vinkonu stjúpdóttur sinnar, hafi maðurinn einnig brotið trúnað og traust, sem barnið sýndi honum sem föður vinkonu sinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert