Jólaljósin kveikt á Selfossi

Þetta fallega skreytta hús stendur við Austurveg á Selfossi en …
Þetta fallega skreytta hús stendur við Austurveg á Selfossi en kveikt var á jólaljósunum í bænum klukkan 18 í kvöld. Sunnlenska.

Jólin eru að nálgast á Selfossi líkt og annars staðar, en þar á bæ var kveikt á jólaljósunum í kvöld. Fjöldi fólks er í bænum og verða verslanir almennt opnar til klukkan 22. Að sögn Kristjáns J. Kristjánssonar, ritstjóra Sunnlenska er snjór það eina sem skortir á jólastemninguna, en bærinn er með öllu snjólaus.

Margar verslanir verða með jólatilboð í kvöld og bjóða upp á kaffiveitingar og meðlæti. Félagar í Björgunarfélagi Árborgar unnu hörðum höndum um síðustu helgi við að taka niður jólaseríuna á Ölfusárbrú og setja upp nýja 240 metra langa seríu sem gleðja mun Selfyssinga og þá sem leið eiga um bæinn næstu vikurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert