Lýðræði næstmest á Íslandi

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is
TheEconomist

Listinn er í sérblaði The Economist um horfur í heimsmálunum á næsta ári. Svíþjóð trónir í efsta sæti á listanum með meðaleinkunnina 9,88 af 10 mögulegum. Ísland kemur næst með einkunnina 9,71.

Listinn byggist á mati rannsóknarfyrirtækisins Economist Intelligence Unit (EIU) sem gefur 165 sjálfstæðum ríkjum einkunnir í sex flokkum. Ísland fær 10 í einkunn í þremur flokkum: framkvæmd kosninga og fjölræði, pólitísk menning og borgaralegt frelsi. Aðeins tvö lönd fá einkunnina 10 í flokknum pólitísk menning, þ.e. Holland og Ísland.

Norður-Kórea er í neðsta sætinu og Afríkuríkin Mið-Afríkulýðveldið, Tsjad og Tógó koma næst á botni listans. Ítalía er eina ríkið af fimmtán fyrstu aðildarlöndum Evrópusambandsins sem EIU skilgreinir sem „gallað lýðræðisríki". Bandaríkin eru í 17. sæti á listanum og Bretland í 23. sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert