Verðskrár áburðarsala er nú komnar út og segir Landssamband kúabænda á vefsíðu sinni, að áburðarverð hækki verulega frá síðasta ári. T.d. hafo allar áburðartegundir frá Yara hækkað um 17% frá því í fyrra ef miðað Miðað er við verð nóvembermánaðar í ár og á síðasta ári.
Ef litið sé lengra aftur í tímann megi sjá, að verð á algengum tegundum eins og t.d. 20-5-7, hafi hækkað um allt að 29% síðan 2004. Fyrir meðalbúið þýði þetta útgjaldaaukningu upp á 100.000 krónur að lágmarki.