Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði Reykjavíkur lögðu á fundi ráðsins í dag til, að myndarlegt skautasvell verði rutt á Tjörninni þegar ís se traustur. Jafnframt verði komið fyrir fallegri lýsingu og hátalarakerfi með ljúfri tónlist þannig að svellið nýtist til dægrastyttingar yfir svartasta skammdegið. Afgreiðslu málsins var frestað.