Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag

mbl.is/Þorkell

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag 25. nóvember og hefur gíróseðlum verið dreift á öll heimili. 1,8 milljón manna deyja á ári af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum. 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og er oftar en ekki, veikur af menguðu vatni.

Í fyrra söfnuðust 32 milljónir í jólasöfnun og dugar það til að grafa 266 brunna sem geta veitt 266.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar eru í þremur löndum: Mósambík, Malaví og Úganda. Alls staðar er fólki útvegað drykkjarvatn en verkefnin eru nátengd fræðslu og framkvæmdum á sviði hreinlætis, fæðuöryggis og betri afkomu.

Þannig eru reistir kamrar sem einir og sér geta aukið hreinlæti svo að líkur á því að barn nái eins árs aldri aukast um meira en helming. Með nýfengnu vatni er fólki kennt að gera áveitur og því gert kleift að halda skepnur. Meiri uppskera sem ekki er algjörlega háð veðri og afurðir af húsdýrum tryggja betur fæðuöryggi og fjölbreytni í mataræði sem eflir heilsu til sjálfshjálpar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert