Rann fjörutíu til fimmtíu metra niður stífluvegginn

eft­ir Andra Karl

andri@mbl.is

KÍNVERSK­UM starfs­manni Impreg­i­lo er haldið sof­andi í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala - há­skóla­sjúkra­húss eft­ir al­var­legt vinnu­slys við Kára­hnjúka­stíflu á sjö­unda tím­an­um sl. laug­ar­dags­kvöld. Hann rann um fjöru­tíu til fimm­tíu metra niður stíflu­vegg­inn og hafnaði á steypustyrkt­ar­járn­um.

Maður­inn sem er um fer­tugt var við störf uppi á Kára­hnjúka­stíflu þegar slysið varð. Hann var að stýra bómu með kaðli en af ein­hverj­um or­sök­um tókst hon­um ekki að sleppa kaðlin­um, dróst með hon­um út á stíflu­vegg­inn, vatns­meg­in, og rann niður. Af­leiðing­arn­ar urðu m.a. að nokk­ur rif­bein brotnuðu, annað lungað féll sam­an auk þess maður­inn skarst víða og missti mikið blóð. Lækn­ar í sjúkra­skýl­inu við Kára­hnjúka hlúðu að mann­in­um áður en sjúkra­bíll flutti hann til Eg­ilsstaða. Í kjöl­farið kom þangað flug­vél frá Ak­ur­eyri með lækni inn­an­borðs og maður­inn var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur. Hann gekkst und­ir aðgerð í gær­dag og er ástand hans stöðugt, að sögn sér­fræðings á gjör­gæslu­deild LSH í Foss­vogi.

Bana­slys á laug­ar­dags­morg­un

Verið var að hengja há­spennu­lín­ur á möst­ur þegar rúm­lega 150 kg ein­angr­un­ar­keðja féll til jarðar úr um fimmtán til tutt­ugu metra hæð. Maður­inn reyndi að koma sér und­an keðjunni en skrikaði fót­ur vegna hálku og féll við. Hann var úr­sk­urðaður lát­inn við kom­una á sjúkra­hús. Dur­inic var ógift­ur og barn­laus.

Í hnot­skurn
» Óljóst er hvers vegna kín­versk­ur starfsmaður Impreg­i­lo dróst með kaðli að stíflu­veggn­um á laug­ar­dags­kvöld. Rann­sókn stend­ur yfir.
» Maður­inn gekkst und­ir aðgerð í gær og er ástand hans al­var­legt en stöðugt.
» Tæp­lega fer­tug­ur starfsmaður lést í vinnu­slysi á Fljóts­dals­heiði á laug­ar­dags­morg­un.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert