Samtök herstöðvaandstæðinga heita nú Samtök hernaðarandstæðinga

Ákveðið var á landsfundi Samtaka herstöðvaandstæðinga í gær, að breyta um nafn á samtökunum og heita þau nú Samtök hernaðarandstæðinga.

Segir í tilkynningu frá félaginu, að með þessari nafnbreytingu hnykki samtökin ekki aðeins á þeim gleðilega áfanga, sem náðst hafi með lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði í haust, heldur minni á að verkefnin séu eftir sem áður óþrjótandi. Berjast þarf gegn vígvæðingu um heim allan, hernaðarbandalögum og stríðsrekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka