Valgerður á faraldsfæti næstu vikur

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hélt í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Valgerður heimsækir einnig íslensk fyrirtæki í Lettlandi. Að leiðtogafundinum loknum fer Valgerður til Litháens og á meðal annars fund með utanríkisráðherra landsins, Petras Vaitiekūnas, og opnar nýja ræðisskrifstofu í Vilníus.

Frá Litháen heldur Valgerður til Genfar, þar sem ráðherrafundur EFTA fer fram. Þaðan fer hún til Kína þar sem fyrirhugað er að vígja jarðhitaverkefni í Xian Yang og opna nýja skrifstofu Glitnis í Shanghaí, auk þess að eiga fundi með kínverskum ráðamönnum.

Að lokum tekur við opinber heimsókn til Japan í tilefni af 50 ára afmæli stjórnamálasambands ríkjanna. Í Japan fundar Valgerður með utanríkisráðherra Japan, Taro Aso, og heimsækir höfuðstöðvar Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Áætlað er að Valgerður komi aftur til Íslands 10. desember n.k.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert