Heimild veitt til að hlera síma Hannibals Valdimarssonar árið 1961

Hannibal Valdimarsson í ræðustóli árið 1972.
Hannibal Valdimarsson í ræðustóli árið 1972. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Saka­dóm­ur Reykja­vík­ur veitti árið 1961 dóms­málaráðuneyt­inu heim­ild til að hlera nokk­ur síma­núm­er, þar á meðal heima- og vinnusíma Hanni­bals Valdi­mars­son­ar, þáver­andi alþing­is­manns og for­seta Alþýðusam­bands Íslands. Þá var eitt og hálft ár liðið frá því að hann lét af störf­um sem ráðherra.

Í skjöl­um, sem Ólaf­ur Hanni­bals­son hef­ur fengið í hend­ur hjá Þjóðskjala­safni Íslands, er bréf sem Bald­ur Möller, þáver­andi ráðuneyt­is­stjóri, und­ir­rit­ar fyr­ir hönd dóms­málaráðherra 26. fe­brú­ar 1961, þar sem seg­ir að ótt­ast megi að til­raun­ir verði gerðar til að trufla starfs­frið Alþingi á næstu dög­um en þar verði til umræðu mál­efni, sem valdið hafi mikl­um deil­um á þing­inu og einnig valdið hót­un­um um of­beldisaðgerðir, sem ör­yggi rík­is­ins gæti stafað hætta af. Vilji ráðuneytið benda á hvort ekki þætti til­tæki­legt að láta hlusta á sam­töl í til­tekn­um síma­núm­er­um í því skyni að afla upp­lýs­inga um þau efni.

Búið er að sverta yfir um­rædd síma­núm­er í skjal­inu sem Ólaf­ur fékk í hend­ur utan heim­il­is- og skrif­stof­u­núm­er Hanni­bals. Ólaf­ur fékk einnig af­rit af úr­sk­urði saka­dóms þar sem fall­ist er á beiðni ráðuneyt­is­ins og seg­ir þar að rétt þyki að úr­sk­urða að hlusta skuli fyrst um sinn á sím­töl, sem fram fari í um­rædd­um sím­um, til öfl­un­ar upp­lýs­inga um þau efni, sem komi fram í bréfi ráðuneyt­is­ins. Í af­rit­inu af úr­sk­urðinum hef­ur einnig verið svert yfir önn­ur síma­núm­er en núm­er Hanni­bals en núm­er­in munu hafa verið 13 eða 14. Í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í dag kom fram, að þrír aðrir alþing­is­menn hafi átt í hlut.

Ólaf­ur Hanni­bals­son sagði í viðtali við Síðdeg­isút­varpið á Rás 2 í dag, að á þess­um tíma hafi verið í gangi heit­ar umræður á þingi varðandi lausn á 12 mílna land­helg­is­deil­unni við Breta og mik­ill hiti í mönn­um. Ólaf­ur sagðist hins veg­ar telja, að þessi dóms- og lög­regluaðgerð hafi verið afar furðuleg. Hann seg­ist ekki geta ímyndað sér hvaða ógn ætti að hafa stafað af föður sín­um á þess­um tíma. Menn hafi mögu­lega verið hrædd­ir um það að verka­lýðshreyf­ing­in gæti gripið til ein­hverra aðgerða.

Ólaf­ur tel­ur að um­rædd gögn séu op­in­ber og að þau eigi að vera aðgengi­leg öll­um. Það sé nauðsyn­legt fyr­ir ör­yggi borg­ar­anna í land­inu gagn­vart ásælni rík­is­valds­ins.

Ólaf­ur sagðist ætla að krefjast þess að hul­unni verði svipt af þess­um núm­er­um sem búið er að sverta og hann hyggst ganga alla leið í þeim efn­um, þ.e. til hæsta­rétt­ar og út til Evr­ópu ef svo beri und­ir. Hann seg­ist þó ætla að byrja á því að ræða við Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, mennta­málaráðherra, og krefjast þess að jafn­ræði verði sýnt öll­um Íslend­ing­um, þ.e. aðrir fái sama aðgang að um­rædd­um skjöl­um og Guðni Th. Jó­hann­es­son, sagn­fræðing­ur, hef­ur fengið. Ólaf­ur seg­ist hins­veg­ar ekki eiga von á öðru en neit­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert