200 milljónir til að mæta fjárhagsvanda heilbrigðisstofnana

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til, að fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár hækki um tæplega 380 milljónir króna. Stærsti liðurinn er 200 milljóna króna aukafjárveiting til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva vegna greiðsluvanda þeirra.

Þá er einnig lagt til að vaxtabætur hækki um 90 milljónir króna í samræmi við frumvarp, sem samþykkt hefur verið á Alþingi um að viðmiðunarmörk eigna til skerðingar á vaxtabótum hækki um 30% í stað 25%.

Tillögur fjárlaganefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert