Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að úrskurðað hafi verið um hleranir hjá fjölda einstaklinga hér á landi sem ekki hafi verið nefndir á nafn til þessa í umfjöllunum um hleranir á tímum kalda stríðsins. Nefnir hann þar m.a. Pál Bergþórsson veðurfræðing, Úlf Hjörvar rithöfund og Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra.
Þetta fólk var talið ógn við öryggi ríkisins og voru sendar inn beiðnir fyrir hlerunum í sex skipti á árunum 1949 til 1968. Frá þessu segir Guðni í bók sinni Óvinir ríkisins.