Jólablað Morgunblaðsins fylgir blaðinu á morgun, 1. desember. Þetta er 20. árið í röð sem blaðið kemur út, en það kom fyrst út í desember árið 1986 og prýddi þá Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, forsíðuna. Blaðið hefur stækkað ört í tímans rás, en í ár telur það 104 síður.
Matur og uppskriftir skipa stóran sess í blaðinu en þar má einnig finna hinar ýmsu greinar sem tengjast jólunum.
Flestir blaðamenn Morgunblaðsins eiga efni í blaðinu.