Segir verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegla kostnaðarhækkun OR

Orkuveita Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu vegna tilkynningar Landsvirkjunar þar sem dregið er í efa, að 2,4% boðuð hækkun á gjaldskrá OR sé eingöngu vegna vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Segir OR, að verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegli ágætlega kostnaðaraukningu, sem orðið hafi á tímabilinu.

Tilkynning Orkuveitu Reykjavíkur er eftirfarandi:

    Verðhækkanir Landsvirkjunar á raforku í heildsölu til Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið þessar frá ársbyrjun 2005, þegar kerfisbreyting varð á raforkumarkaði:
  • 1,33% árið 2005
  • 3,1% í janúar 2006
  • 2,8% í júlí 2006
  • 2,48% frá 1. janúar 2007
  • Samanlagðar nema þessar hækkanir 9,97%. Á þessu tímabili hefur verðskrá sölu raforku Orkuveitu Reykjavíkur ekki hækkað. Samningar Orkuveitunnar við Landsvirkjun eru af ýmsu tagi, en þessar verðhækkanir heildsalans endurspegla ágætlega þá kostnaðaraukningu sem Orkuveita Reykjavíkur hefur haft af raforkukaupum af Landsvirkjun á tímabilinu. Hinir nýtilkomnu grunnorkusamningar, sem Landsvirkjun hefur boðið upp á, nema litlum hluta af orkukaupum OR af Landsvirkjun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert