Bónus gefur Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi kirkjunnar 21 milljón

Jóhannes Jónsson.
Jóhannes Jónsson.

Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, afhenti nú í hádeginu Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi kirkjunnar 21 milljón króna fyrir hönd verslunarkeðjunnar Bónus. Að sögn Jóhannesar væri um táknræna fjárhæð að ræða en hún sé sú sama og aukafjárveiting úr ríkissjóði vegna Baugsmálsins svokallaða.

Jóhannes telur að ríkissjóður hefði betur varið þeirri fjárhæð til aðstoðar þeim sem á þurfi. 1.400 fjölskyldur leituðu eftir aðstoð Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir síðustu jól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert