Það er því e.t.v. ekki undarlegt að Bian Jun Jiang, stjórnarformaður Shaanxi Green Energy skuli segja að opnun nýrrar hitaveitu muni breyta lífsstíl íbúanna og lífsgæðum til hins betra, en hitaveitan er íslensk-kínverskt samstarfsverkefni.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir bankann hafa komið að verkefninu þegar ljóst var orðið að efnahagslega væri orðið hagkvæmt að nýta jarðvarma í Kína, en bankinn hefur starfað við ráðgjöf og fjármögnun á sviði endurnýjanlegrar orku.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.