Nýr bæjarstjóri í Árborg

Í sveitarfélaginu Árborg náðist samkomulag í dag um nýtt meirihlutasamstarf Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Nýja samkomulagið felur í sér að Ragnheiður Hergeirsdóttir verði ráðin bæjarstjóri sveitarfélagsins. Oddvitar hinna flokkanna munu skipta með sér embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs þó ekki sé búið að ákveða hvernig sú skipting mun falla.

Í tilkynningu frá flokkunum þremur segir, að megináherslur meirihlutans séu fjölskyldu-, jafnréttis- og velferðarmál, umhverfis- og skipulagsmál, félagslegt réttlæti, samráð og skilvirk stjórnsýsla og ábyrg fjármálastjórnun.

Ragnheiður sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að oddvitar flokkanna sem nú hafa undirritað samkomulagið um meirihlutasamstarfið hafi ákveðið að setja bara „trukk í viðræðurnar í dag."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert