Sagði forseta þingsins leggja Frjálslynda flokkinn í einelti

Þingmenn Frjálslynda flokksins kvörtuðu yfir því í dag, að mál þeirra kæmust ekki að þegar fjallað væri um óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi. Sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, að forseti þingsins legði þingflokkinn í einelti.

Óundirbúnar fyrirspurnir voru á dagskrá Alþingis í dag. Þegar sá tími var liðinn, sem nota átti fyrir slíkar fyrirspurnir, kvaddi Sigurjón Þórðarson sér hljóðs og kvartaði yfir því, að fyrirspurn, sem hann vildi koma á framfæri um sjávarútvegsmál hefði ekki komist að. Sagðist Sigurjón ekki skilja hvers vegna ekki mætti ræða um sjávarútveg á þinginu og sagði einnig, að fyrirspurnir Frjálslynda flokksins yrðu jafnan útundan í þessum dagskrárlið.

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sagði að nokkrar fyrirspurnir hefðu ekki komist að í fyrirspurnatímanum og þar á meðal fyrirspurnir, sem hefðu verið lagðar fyrr fram en fyrirspurn Sigurjóns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert