Tvöföldun Suðurlandsvegar kostar 70% meira

Tvö banaslys urðu á Suðurlandsvegi um helgina og í kjölfar þess kviknaði mikil umræða um fyrirhugaða breikkun vegarins. Vegagerð Ríkisins hóf í fyrra vinnu við svokallaðan 2+1 veg með vegriði á milli akstursstefna og var meiningin að leggja slíkan veg alla leið frá Rauðavatni að Selfossi en í gær sagði samgöngumálaráðherra að réttast sé að tvöfalda veginn og hafa tvær akreinar í báðar áttir. Það mun kosta 70% meira en gerð 2+1 vegarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert