Vegir víðast auðir

Vegir eru víðast auðir um sunnanvert landið en annars staðar er víða einhver hálka, sérstaklega á Norðaustur- og Austurlandi. Á Vestfjörðum er ófært um Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall. Á Norðurlandi var Lágheiði opnuð síðdegis í gær.

Vegna hættu á slitlagaskemmdum hefur viðauki 1verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirfarandi vegum: 85 - Norðausturvegur frá Húsavík til Vopnafjarðar, 92 - Norðfjarðarvegur frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar, 96 - Suðurfjarðavegur frá Norðfjarðarvegi að Hringvegi í Breiðdal, 1 - Hringvegur frá Suðurfjarðavegi í Breiðdal að Djúpavogsvegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert