Lögreglan í Reykjavík kærði í gær sautján ára pilt fyrir sóðaskap en pilturinn henti gosdós út um bílglugga á gatnamótum í miðbænum. Með því braut hann 8. grein lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar en í henni segir m.a: Enginn má fleygja rusli á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Pilturinn á nú sekt yfir höfði sér.
Þá vori tvær unglingsstúlkur teknar fyrir þjófnað í verslunarmiðstöð í gær en haft var samband við forráðamenn þeirra. Skófatnaði var stolið úr fjölbýlishúsi í austurbænum en þar liggja ákveðnir aðilar undir grun. Geislaspilara var stolið úr bíl í miðbænum og annars staðar í borginni hurfu nokkrir smáhlutir úr öðrum bíl.