Málflutningi lokið um vitnaleiðslukröfu

Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun um þá kröfu verjenda fimm manna, tengdum Baugi Group, að ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra gefi skýrslu fyrir dómi vegna orða, sem höfð eru eftir þeim opinberlega um rannsókn embættisins á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Dómari mun úrskurða um kröfuna laust fyrir klukkan 12 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert