Hvalveiðar Íslendinga ógna ekki umhverfinu og alþjóðlegt bann við hvalveiðum tekur of mikið mið af tilfinningum, að því er fram kemur í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra.
Segir Valgerður í viðtalinu að hvalveiðar Íslendinga byggi á vísindasjónarmiðum og eðlilegri nýtingu á sjávarnytjum.
Segir ráðherrann að Ísland sé fiskveiðiþjóð og þeir hvalir sem Íslendingar veiða séu eru ekki í neinni útrýmingarhættu. Lítið hlutfall af hrefnu og langreyði á svæðinu hafi verið veitt.
Spurð að því hvort brugðist verði við alþjóðlegum mótmælum við hvalveiðum Íslendinga segir Valgerður að of mikil tilfinningasemi sé ríkjandi og að mótmælendur þyrftu að kynna sér málið betur.