Ungur fálki að snæðingi í Austurstræti; lét fjölmiðla ekki raska ró sinni

mbl.is/Hallur Magnússon

Ung­ur fálki sem gæddi sér á máfi í Aust­ur­stræti í Reykja­vík síðdeg­is í dag lét það ekki raska ró sinni þótt veg­far­end­ur og fjöl­miðlamenn stæðu yfir hon­um.

Ólaf­ur K. Niel­sen, fugla­fræðing­ur á Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands, seg­ir að fálk­ar hafi vet­ur­setu inn­an borg­ar­mark­anna og séu oft á veiðum með strönd­inni og stund­um við Tjörn­ina. Aft­ur á móti sé sjald­gæft að hægt sé að standa yfir þeim meðan þeir éta, og bendi það til að þessi fugl hafi verið aðfram­kom­inn af hungri. Þetta sé ungi frá í sum­ar.

Ólaf­ur seg­ir fátítt að mynd­ir ná­ist af fálk­um að éta í borg­inni. Ólaf­ur K. Magnús­son, ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins, hafi tekið fræga myndaröð á sjötta ára­tugn­um af fálka að éta stokkönd á Tjörn­inni. Fleiri dæmi séu aft­ur á móti um að sést hafi til smyrla að éta fugla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka