Ungur fálki að snæðingi í Austurstræti; lét fjölmiðla ekki raska ró sinni

mbl.is/Hallur Magnússon

Ungur fálki sem gæddi sér á máfi í Austurstræti í Reykjavík síðdegis í dag lét það ekki raska ró sinni þótt vegfarendur og fjölmiðlamenn stæðu yfir honum.

Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að fálkar hafi vetursetu innan borgarmarkanna og séu oft á veiðum með ströndinni og stundum við Tjörnina. Aftur á móti sé sjaldgæft að hægt sé að standa yfir þeim meðan þeir éta, og bendi það til að þessi fugl hafi verið aðframkominn af hungri. Þetta sé ungi frá í sumar.

Ólafur segir fátítt að myndir náist af fálkum að éta í borginni. Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, hafi tekið fræga myndaröð á sjötta áratugnum af fálka að éta stokkönd á Tjörninni. Fleiri dæmi séu aftur á móti um að sést hafi til smyrla að éta fugla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert