10% unglinga í tíunda bekk reykja daglega

Alls segjast 40% unglinga í 10. bekk í skólum landsins hafa orðið ölvuð á síðastliðnum 12 mánuðum skv. könnun á vímuefnaneyslu unglinga í 6.-10. bekk. Rannsóknin var unnin í samvinnu Háskólans á Akureyri og Lýðheilsustöðvar og náði til alls 11.800 nemenda.

Hæst hlutfall nemenda sem sögðust hafa orðið ölvaðir á síðastliðnum 12 mánuðum var á Norðurlandi vestra eða 49% en lægst á Norðurlandi eystra eða 28%.

Hlutfall unglinga í Reykjavík sem höfðu orðið ölvaðir var nálægt landsmeðaltali eða 42%. Hlutfallið í nágrannabyggðum Reykjavíkur var 36%.

Fram kemur í könnuninni að 10% unglinga í 10. bekk segjast reykja daglega. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem 15% unglinga segjast reykja daglega og hlutfallið er 16% á Suðurnesjum. Þá má lesa út úr könnuninni að hlutfall dagreykingamanna í 10. bekk er nær helmingi lægra í nágrannabyggðum Reykjavíkur eða 8%.

Könnunin leiðir einnig í ljós að 10% unglinga í 10. bekk segjast hafa prófað hass. Hæst er hlutfallið í Reykjavík eða 13% og á Suðurnesjum þar sem það er 12%. Hlutfall unglinga sem höfðu prófað hass í 10. bekk er mun lægra í nágrannabyggðum Reykjavíkur eða 8% að meðaltali skv. niðurstöðum könnunarinnar. Svarhlutfall í könnuninni var 86%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert