Hræringar á blaðamarkaði

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Blaðsins, hefur sagt upp störfum og staðfesti hann það í fréttum Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að fleiri yfirmenn á ritstjórn blaðsins hafi sagt upp og segir fréttastofa Ríkisútvarpsins að fólkið muni fara að starfa fyrir nýtt dagblað, sem sé í burðarliðnum, og kunnir fjárfestar standi að.

Þá mun nýtt fréttatímarit vera í undirbúningi. Fram kom á fréttabloggsíðu Steingríms Ólafssonar í vikunni, að þau Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson stæðu að tímaritinu og að viðræður stæðu yfir við fjárfesta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert