Þriggja bíla árekstur í Reykjavík

Þriggja bíla árekstur varð skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld á mótum Miklubrautar og Grensásvegar, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort slys hafi orðið á fólki, en bílarnir skemmdust allir töluver og voru dregnir burt með krana. Þá greinir lögreglan frá því að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda á mótum Laugavegar og Rauðarárstíg um hálfsexleytið, en meiðsl hans hafi verið minniháttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert