Jólalest Coca-Cola

Jóla­lest Coca-Cola held­ur í sína ár­legu öku­ferð um höfuðborg­ar­svæðið í dag, laug­ar­dag. Þetta er ell­efta árið í röð sem Víf­il­fell stend­ur fyr­ir þess­ari uppá­komu þar sem að rauðir vöru­bíl­ar fyr­ir­tæk­is­ins eru skreytt­ir hátt og lágt með jólaserí­um og bíl­stjór­ar í jóla­sveina­bún­ing­um aka um Reykja­vík og ná­granna­sveit­ar­fé­lög.

Kraft­miklu hljóðkerfi hef­ur verið komið fyr­ir í lest­inni til að jóla­lög­in sem leik­in verða á leiðinni heyr­ist ör­ugg­lega í öll­um hús­um í grennd við öku­leið lest­ar­inn­ar. Jóla­lest­in mun aka um flest hverfi höfuðborg­ar­svæðis­ins. Fyllsta ör­ygg­is er gætt og nýt­ur lest­in lög­reglu­fylgd­ar alla leiðina. Auk þess gæta björg­un­ar­sveit­ar­menn þess að eng­inn fari sér að voða.

Eft­ir viðkomu jóla­lest­ar­inn­ar í Smáralind um kl.17.50 hefjast í Vetr­arg­arðinum Jóla­tón­leik­ar Coca-Cola þar sem marg­ar af helstu söng­stjörn­um þjóðar­inn­ar koma fram, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. Meðal þeirra sem fram koma í ár eru: Í svört­um föt­um, Gunni og Fel­ix, Friðrik Ómar, Guðrún Gunn­ars, Selma Björns, Hansa, Bríet Sunna og Toggi Pop. Tón­leik­un­um lýk­ur um kl. 20.40.

Upp­lýs­ing­ar um akst­urs­leið jóla­lest­ar­inn­ar má finna á www.vifil­fell.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert