Jólalest Coca-Cola

Jólalest Coca-Cola heldur í sína árlegu ökuferð um höfuðborgarsvæðið í dag, laugardag. Þetta er ellefta árið í röð sem Vífilfell stendur fyrir þessari uppákomu þar sem að rauðir vörubílar fyrirtækisins eru skreyttir hátt og lágt með jólaseríum og bílstjórar í jólasveinabúningum aka um Reykjavík og nágrannasveitarfélög.

Kraftmiklu hljóðkerfi hefur verið komið fyrir í lestinni til að jólalögin sem leikin verða á leiðinni heyrist örugglega í öllum húsum í grennd við ökuleið lestarinnar. Jólalestin mun aka um flest hverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyllsta öryggis er gætt og nýtur lestin lögreglufylgdar alla leiðina. Auk þess gæta björgunarsveitarmenn þess að enginn fari sér að voða.

Eftir viðkomu jólalestarinnar í Smáralind um kl.17.50 hefjast í Vetrargarðinum Jólatónleikar Coca-Cola þar sem margar af helstu söngstjörnum þjóðarinnar koma fram, segir í fréttatilkynningu. Meðal þeirra sem fram koma í ár eru: Í svörtum fötum, Gunni og Felix, Friðrik Ómar, Guðrún Gunnars, Selma Björns, Hansa, Bríet Sunna og Toggi Pop. Tónleikunum lýkur um kl. 20.40.

Upplýsingar um akstursleið jólalestarinnar má finna á www.vifilfell.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert