Kona fannst látin á gistiheimili á þriðjudagsmorgun

Ung kona fannst lát­in á gisti­heim­ili í Rangár­valla­sýslu á þriðju­dags­morg­un og var dánar­or­sök henn­ar hjarta­stopp. Að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli, sem kvödd var á vett­vang, var um að ræða rúm­lega þrítuga ís­lenska konu sem gisti á her­bergi gisti­heim­il­is­ins ásamt karl­manni aðfaranótt þriðju­dags.

Staðfest er að fíkni­efna var neytt en lög­regla kveður ekki upp úr­sk­urð um það hvort bana­mein kon­unn­ar hafi verið of stór skammt­ur fíkni­efna þá um nótt­ina.

Karl­maður­inn sem var her­berg­is­fé­lagi kon­unn­ar lét lög­reglu vita þegar hann varð áskynja um ástand henn­ar og var tek­in lög­reglu­skýrsla af hon­um í tengsl­um við málið. Hann var þó ekki yf­ir­heyrður með rétt­ar­stöðu grunaðs í mál­inu, enda ekki ástæða tal­in til þess að sögn lög­regl­unn­ar. Ekk­ert benti enda til þess að um átök eða of­beldi hefði verið að ræða þá um nótt­ina og því málið ekki rann­sakað sem saka­mál. Lög­regl­an seg­ir af­skipt­um sín­um af mál­inu lokið og verður það ekki rann­sakað frek­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert