SUS segir segir lagafrumvarp um fjármál stjórnmálaflokka meingallað

Framkvæmdastjórn sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur tekið saman greinargerð, og lagt hana fyrir allsherjarnefnd Alþingis, vegna þess frumvarps sem nú liggur fyrir um fjármál stjórnmálaflokka. Sambandið telur frumvarpið meingallað og varar við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess, að því er segir í tilkynningu.

Að mati ungra sjálfstæðismanna er vítavert ef Alþingi hleypir þessu vanhugsaða máli í gegn í flýtimeðferð eins og nú stendur til. Málið varðar grunnþætti í framkvæmd lýðræðisins. Að mati ungra sjálfstæðismanna á lýðræðið skilið meiri virðingu en svo að reglum um það sé gjörbylt í offorsi og án málefnalegrar umræðu þar sem aðrir en atvinnustjórnmálamenn taka þátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert