Viðskiptablaðið fimm sinnum í viku

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hyggst útgefandi Viðskiptablaðsins, Framtíðarsýn, fjölga útgáfudögum blaðsins úr tveimur í fimm þannig að blaðið komi út þriðjudaga til laugardaga. Talsmaður blaðsins, Óli Björn Kárason, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að til stæði að efla útgáfuna.

Nokkrar hræringar eru nú á íslenskum blaðamarkaði en í gærdag var tilkynnt uppsögn Sigurjóns Magnúsar Egilssonar, ritstjóra Blaðsins, og þriggja annarra starfsmanna þess.

Þá er undirbúningur nýs vikublaðs langt á veg kominn. Valdimar Birgisson, fv. auglýsingastjóri 365 og einn aðstandenda vikublaðsins, segir við Morgunblaðið að viðræður séu í gangi við fjársterka aðila um útgáfu á blaðinu, sem muni leggja áherslu á fréttir og fréttaskýringar. Áætlað er að blaðið komi út í mars nk. Valdimar hefur unnið að undirbúningi útgáfunnar ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamanni.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka