Whole Foods Market: Viðskiptavinir taki ákvarðanir

Whole Foods Market mun ekki hætta að selja íslenzkar vörur og talsmaður verzlanakeðjunnar neitar því að slíkt hafi staðið til vegna hvalveiða Íslendinga.

„Whole Foods Market er ljóst að ríkisstjórn Íslands ákvað að leyfa hvalveiðar í ábataskyni í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þrátt fyrir að þessi ákvörðun hafi valdið okkur vonbrigðum munum við halda áfram að selja kjöt, sjávarafurðir og mjólkurafurðir, sem framleiddar eru í landinu þar sem hvalveiðarnar tengjast þessum afurðum ekki," segir talsmaður Whole Foods, Amy Shaefer, í samtali við fréttavefinn intrafish.com

„Okkur er ljóst að viðskiptavinir okkar geta sett sín eigin skilyrði fyrir því að kaupa eða kaupa ekki tilteknar afurðir. Whole Food Market hefur það að markmiði að tryggja að afurðir sem verslanakeðjan selur innihaldi ekki ónáttúruleg bragðefni, litarefni, rotvarnarefni eða sætuefni og herta fitu," segir hún.

„Að því tilskildu hvetjum við viðskiptavini okkar til að taka eigin ákvarðanir samhliða öðrum skilyrðum sem þeim eru mikilvæg við innkaupin."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert