Grýla og Leppalúði heimsóttu Þjóðminjasafnið í fylgd jólakattarins í gær. Börnin hafa augljóslega hagað sér vel á árinu því þau tóku vel á móti fjölskyldunni ógurlegu. Stekkjarstaur leggur af stað af fjöllum í dag en hann mun fylgja í fótspor foreldra sinna og heimsækja Þjóðminjasafnið á morgun. Síðan koma jólasveinarnir hver af öðrum alla daga fram að jólum og verður því nóg um að vera fyrir börnin í Þjóðminjasafninu í desember.