Ökumenn áttu við vettvang tvisvar á þremur dögum

Óþol­in­móðir öku­menn færðu tvisvar bíla sem lent höfðu í óhöpp­um á Kotár­brú í Norðurár­dal í Skagaf­irði á föstu­dag og í gær. Í báðum til­vik­um rák­ust sam­an bíl­ar á brúnni, sem er ein­breið, og urðu tals­verðar skemmd­ir á bíl­um, þótt ekki yrðu slys á mönn­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu voru bif­reiðarn­ar færðar áður en lög­regla kom að, svo aðrir kæm­ust leiðar sinn­ar, og þar með vett­vang­ur óhapp­anna eyðilagður.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu var í báðum til­vik­um búið að færa bif­reiðarn­ar svo aðrir kæm­ust leiðar sinn­ar, og þar með eyðileggja vett­vang óhapp­anna.

Seg­ir lög­regla það óþolandi að öku­menn skipti sér af vett­vangi slysa með þess­um hætti, og komi þannig í veg fyr­ir að lög­regla geti unnið störf sín. Mik­il­vægt sé fyr­ir lög­reglu að taka út vett­vang veg­ar óhöpp og slys verði, en það sé ein­fald­lega ekki hægt þegar átt hafi verið við vett­vang.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert