Rástafanir gerðar vegna hótana í garð lögreglu

Lögreglunni í Reykjavík hafa borist alvarlegar hótanir í kjölfar þess að handtekinn maður í vörslu hennar fékk hjartastopp og lést fyrir skömmu.

Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er um alvarlegar hótanir að ræða sem lögreglan hefur brugðist við með því m.a. að fjölga lögreglumönnum á vakt en Karl Steinar telur ekki rétt að greina frekar frá þeim ráðstöfunum sem lögreglan hefur gripið til.

Þó hafa sumir lögreglumenn klæðst sérstökum hlífðarvestum við störf sín sem verja þá gegn hnífsstungum.

Hótanirnar eru til skoðunar og tekur lögreglan þær alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert