Ágúst Einarsson ráðinn rektor Háskólans á Bifröst

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst. mbl.is/Þorkell

Dr. Ágúst Ein­ars­son, pró­fess­or við Há­skóla Íslands, hef­ur verið ráðinn rektor Há­skól­ans á Bif­röst. Tek­ur hann við embætt­inu 15. janú­ar á næsta ári. Run­ólf­ur Ágústs­son lét af störf­um 1. des­em­ber en Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, aðstoðarrektor, gegn­ir starf­inu tíma­bundið.

Ágúst seg­ir að sér lít­ist mjög vel á að hefja störf við skól­ann og að um mjög spenn­andi verk­efni sé að ræða. Bif­röst eigi sér mjög glæsi­lega sögu, en jafn­framt sé bjart framund­an. Ágúst seg­ir aðdrag­and­ann hafa verið stutt­an, leitað hafi verið til hans og að viðræður hafi staðið yfir und­an­farna daga.

Seg­ir Ágúst að ein­hverj­ar breyt­ing­ar fylgi auðvitað nýj­um rektor, hann vilji efla kennslu og rann­sókn­ir, tengsl við at­vinnu­lífið, auka kennslu fyr­ir út­lend­inga og styrkja tengsl við aðra há­skóla í land­inu. Há­skóla­mennt­un sé ekki aðeins mál þeirra sem tengj­ast há­skól­um, held­ur þjóðar­inn­ar allr­ar og að hug­ur sé í þeim sem að skól­an­um koma um að sækja fram á við og efla skól­ann.

Ágúst lauk MS prófi í rekstr­ar­hag­fræði frá há­skól­an­um í Ham­borg í Þýskalandi árið 1975 og doktors­prófi í hag­fræði frá há­skól­an­um í Ham­borg árið 1978. Hann starfaði sem fram­kvæmda­stjóri Hraðfrystistöðvar­inn­ar hf. í Reykja­vík á ár­un­um 1977-1990 og hef­ur verið pró­fess­or í rekstr­ar­hag­fræði við viðskipta- og hag­fræðideild Há­skóla Íslands frá 1990. Ágúst átti sæti á Alþingi árin 1978-1979 og 1995-1999.

Ágúst hef­ur setið í stjórn­um fjöl­margra fyr­ir­tækja og gegnt marg­vís­leg­um trúnaðar­störf­um í ís­lensku at­vinnu­lífi. Hann hef­ur gegnt for­mennsku í stjórn Viðskipta­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands og viðskipta­skor viðskipta- og hag­fræðideild­ar sem og starfi deild­ar­for­seta. Ágúst er höf­und­ur fræðirita á sviði hag­fræði og eft­ir hann liggja enn­frem­ur fjöl­marg­ar grein­ar og rit­gerðir í bók­um, tíma­rit­um og blöðum um efna­hags­mál, hag­fræði, menn­ingu, stjórn­mál og sjáv­ar­út­vegs­mál. Dr. Ágúst er fædd­ur árið 1952, son­ur hjón­anna Ein­ars Sig­urðar­son­ar út­gerðar­manns í Vest­manna­eyj­um og Svövu Ágústs­dótt­ur. Eig­in­kona hans er Kol­brún Ing­ólfs­dótt­ir líf­einda­fræðing­ur og eiga þau þrjá syni.

Ný­kjörna stjórn Há­skól­ans á Bif­röst skipa Guðjón Rún­ars­son og Finn­ur Árna­son f.h. Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Andrés Magnús­son f.h. Holl­vina­sam­taka, Björg Ágústs­dótt­ir f.h. mennta­málaráðherra og Ástráður Har­alds­son f.h. há­skólaráðs. Guðjón Rún­ars­son var á fundi stjórn­ar í dag kjör­inn formaður og Andrés Magnús­son vara­formaður.

Ágúst Einarsson.
Ágúst Ein­ars­son. mbl.is/ÞÖ​K
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert