Dæmt í skaðabótamálum borgarinnar gegn olíufélögunum

Dómur verður kveðinn upp í dag í skaðabótamálum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. gegn olíufélögunum þremur, Keri, Olís og Skeljungi. Reykjavíkurborg krefst skaðabóta á þeirri forsendu, að borgin hafi þurft að greiða hærra verð fyrir eldsneyti á tilteknu tímabili vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna.

Reykjavíkurborg fer fram á nærri 140 milljónir króna í bætur en til vara rúmar 72 milljónir króna. Olíufélögin hafa vísað kröfunum á bug og segja að engar sannanir hafi verið lagðar fram fyrir því að borgin hefði farið halloka af viðskiptum við félögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert