Öryrkjar verr staddir en áður

Fjöldi fá­tækra barna á Íslandi, sam­kvæmt skýrslu for­sæt­is­ráðherra sem kynnt var á Alþingi í síðustu viku, kem­ur fram­kvæmda­stjóra Mæðra­styrksnefnd­ar í Reykja­vík ekki á óvart. „Ekki miðað við þann fjölda sem kem­ur hingað til okk­ar," seg­ir Aðal­heiður Frantzdótt­ir fram­kvæmda­stjóri nefnd­ar­inn­ar. Hún seg­ir að um 2,3 börn séu á fram­færi hvers ein­stak­lings sem sæki aðstoð til Mæðra­styrksnefnd­ar á hverju ári.

Í skýrsl­unni eru ung­ur ald­ur for­eldra og hjú­skap­arstaða tald­ir meðal helstu áhrifaþátta varðandi fá­tækt og seg­ist Aðal­heiður geta tekið und­ir það. Hins veg­ar séu aðrir hóp­ar einnig mjög illa stadd­ir. Nefn­ir hún sér­stak­lega ör­yrkja með börn á fram­færi. „Síðan er aft­ur hóp­ur sem virðist vera týnd­ur og eng­inn tal­ar um, það eru börn frá heim­il­um þar sem allt er í upp­lausn út af eit­ur­lyfja­neyslu og öðru. Við finn­um held­ur bet­ur fyr­ir þeim hópi."

Þá seg­ir Aðal­heiður að þónokk­ur hóp­ur inn­flytj­enda sæki aðstoð til Mæðra­styrksnefnd­ar.

Aðal­heiður seg­ir að aðallega verði börn fá­tækra for­eldra á Íslandi af tóm­stundaiðkun­um hvað lífs­gæði varðar. Til bóta væri að taka upp skóla­bún­inga og að öll­um börn­um yrði gert að vera svipað klædd t.d. í leik­fimi. „Þar er eineltið mikið," seg­ir Aðal­heiður. "Það er á svo mörg­um sviðum hægt að tak­ast á við þetta á auðveld­an hátt. Það þarf ekk­ert að vera op­in­bert af hverju það er gert."

Spurð um hvort ein­hver ákveðinn hóp­ur skjól­stæðinga Mæðra­styrksnefnd­ar sé verr stadd­ur nú en fyr­ir ára­tug er Aðal­heiður fljót til svars: „Það eru ör­yrkj­ar."

Þá seg­ir hún hóp karla sem búi ein­ir og borgi meðlög með nokkr­um börn­um og séu í lág­launa­störf­um fara stækk­andi ár frá ári.

Aðal­heiður seg­ist telja að jóla­út­hlut­un Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur verði ívið þyngri nú í ár en í fyrra, en út­hlutað er í Sæ­túni 8 í Reykja­vík. Áður þarf fólk þó að koma og skrá sig og upp­fylla ákveðin skil­yrði. Hún seg­ir erfitt fyr­ir fólk að koma og sækja sér aðstoð og því sé aðeins mjög lít­ill hóp­ur sem komi sem í raun eigi ekki rétt á aðstoð nefnd­ar­inn­ar.

Skjól­stæðing­ar Mæðra­styrksnefnd­ar eru af öllu land­inu að sögn Aðal­heiðar.

"Gegn­um tíðina hef­ur Reykja­nes­bær komið verst út hjá okk­ur, íbú­ar þar sækja til okk­ar tölu­vert meira en fólk ann­ars staðar að af land­inu."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert