Forsvarsmenn HR gagnrýna formann borgarráðs

Haft var eftir Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, í fréttum Ríkisútvarpsins, að skólinn myndi ekki sitja undir ummælum Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs Reykjavíkur, í Kastljósi Sjónvarpsins í gær.

Björn Ingi spurði Dag B. Eggertsson, fyrrverandi formann skipulagsráðs borgarinnar, hvort hann væri tilbúinn til að leggja fram ráðningarsamning sinn við skólann og hvort að Dagur hefði e.t.v. notið þess í ráðningunni að hafa útvegað háskólanum stærstu lóð sem Reykjavík hefði úthlutað.

Ríkisútvarpið hafði eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur, deildarforseta sem réði Dag, að hún vísaði því á bug að Dagur njóti betri kjara en aðrir. Dagur hafi verið ráðinn vegna þekkingar sinnar og ummælin lýsa vanþekkingu Björns Inga um skólann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka