Jólasveinar á vappi við Jóla-Skuld

Þvörusleikir með þvottabalann.
Þvörusleikir með þvottabalann. mbl.is/Hafþór

Ríflega hundrað börn á leikskólaaldri heimsóttu jólasveinana í Dimmuborgum í gær í boði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu. Komu börnin af leikskólum á félagssvæði stéttarfélaganna eða allt frá Kópaskeri til Stórutjarna. Almenn ánægja var með ferðina en jólasveinarnir virðast ekki hafa fengið nóg af börnunum því þeir Stekkjastaur og Þvörusleikir voru á vappi í kringum Jóla-Skuld, lítið kaffihús í miðbæ Húsavíkur nú undir kvöld.

Börn dreif að kaffihúsinu og léku sveinarnir við þau úti við. Þeir renndu sér ýmist á reku, pappaspjaldi eða þvottabala niður brekkuna með börnunu sem höfðu mjög gaman að. Þvörusleikir renndi sér t.d. niður brekkuna á gömlum þvottabala en oftar en ekki fékk hann væna byltu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert