Með 983 ullarpeysur og 128 prjónahatta í farangrinum

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo Perúmenn, búsetta í Danmörku, til að greiða sektir fyrir tollalagabrot en þegar þeir komu til Íslands frá Danmörku með Norrænu nú í september voru þeir með 1323 geisladiska, 983 ullarpeysur, 128 prjónahattar, 8 treflar, 27 húfur, 10 pör af ullarvettlingum og 4 borðdúka í farangri sínum.

Mennirnir óku frá borði í Seyðisfirði í sendibíl og fóru gegnum græna tollhliðið til merkis um að þeir hefðu ekkert tollskylt með sér. Tollverðir skoðuðu bílinn og fundu varninginn. Mennirnir sögðust ekki hafa ætlað að selja varninginn hér á landi, enda væru þeir komnir hingað sem ferðamenn og sögðu báðir sagt að ástæða þess að varningurinn var í bílnum væri sú að þeir hefðu ekki yfir öðru geymsluplássi að ráða en sendibílnum og því orðið hafa hann meðferðis.

Dómara þótti þessi framburður mjög ótrúverðugur og einnig þótti sá framburður annars Perúmannsins ótrúverðugur, að hann hafi ekki verið kunnugur alþjóðlegum reglum um græn og rauð tollhlið í ljósi þess að hann hefur sjálfir borið um það að hafa ferðast á milli heimalands síns Perú og Evrópu oftar en einu sinni.

Annar maðurinn var dæmdur til að greiða 165 þúsund krónur í sekt og hinn 24 þúsund krónur. Varningurinn var gerður upptækur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert