Tíu milljónir til líknarfélaga á árinu

Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, hefur á þessu ári úthlutað tíu milljónum króna til líknarfélaga. Allur hagnaður af rekstrinum fer til styrktar þeim líknarfélögum sem Góði hirðirinn er í samstarfi við. Í fyrra var fimm milljónum úthlutað.

Anna Jakobsdóttir, verslunarstjóri Góða hirðisins, segir að á hverjum morgni séu tæmdir tveir til þrír stórir gámar af nytjahlutum sem safnast hafa í stöðvum Sorpu. Á mánudaginn voru gámarnir reyndar hvorki fleiri né færri en sex, og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.

Líknarfélögin sem Góði hirðirinn er í samstarfi við eru Rauði krossinn, Hjálpræðisherinn, Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd. Fleiri félög hafa fengið úthlutað frá Góða hirðinum: Umhyggja, sem eru regnhlífarsamtök til styrktar langveikum börnum, og mæðrastyrksnefndir á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert