Sigurjóni M. Egilssyni hótað lögbanni

Sigurjón M. Egilsson
Sigurjón M. Egilsson

Stjórn Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins, hefur sent Sigurjóni M. Egilssyni, ritstjóra Blaðsins, bréf þar sem fram kemur að Sigurjón hafi nýtt vinnutíma sinn hjá Blaðinu til að sinna nýju blaði sem Sigurjón mun ritstýra. Lítur stjórn Árs og dags því svo á að Sigurjón hafi hætt störfum hjá félaginu.

Mun félagið krefjast lögbanns ef Sigurjón vinnur fyrir aðra fjölmiðla á uppsagnarfresti en liðlega sjö mánuðir eru eftir af honum. Bréf stjórnarinnar fylgir hér að neðan.

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins á helmingshlut í Ár og degi, útgáfufélagi Blaðsins.

Blaðið er til húsa í húsnæði prentsmiðju Morgunblaðsins
Blaðið er til húsa í húsnæði prentsmiðju Morgunblaðsins mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert