Áfram bann við verðkönnunum ASÍ

Bónus Suðurströnd
Bónus Suðurströnd Júlíus Sigurjónsson

Starfsmönnum Alþýðusambands Íslands verður áfram óheimilt að gera verðkannanir í verslunum Bónuss í það minnsta þar til eftir helgi. ASÍ hafnar gagnrýni Bónuss á vinnulag við verðkönnun á bókum sl. miðvikudag.

Starfsmenn ASÍ fóru yfir framkvæmd verðkönnunarinnar í gær og var niðurstaðan sú að eðlilega hefði verið staðið að gerð könnunarinnar, og staðið væri við niðurstöðurnar, að því er fram kemur á vef ASÍ.

"Þær verslanir og þjónustuaðilar sem kjósa að heimila ekki verðtöku á vöru og þjónustu sem þeir bjóða verða að eiga það við sína samvisku og viðskiptavini að útskýra ástæðurnar," segir ennfremur á vef ASÍ.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að leitað hafi verið eftir fundi með forsvarsmönnum ASÍ en þeir hafi ekki séð sér fært að funda vegna málsins fyrr en eftir helgi. ASÍ hafi ekki svarað fyrirspurnum Bónuss vegna málsins.

Afstaða ASÍ kemur honum ekki á óvart. "Þeir segjast aldrei hafa rangt fyrir sér og hafa aldrei viðurkennt mistök. Við erum með þetta ljóslifandi fyrir framan okkur og sjáum alveg hvernig þetta var unnið."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert