Óskað hefur verið eftir því af félagsmálaráðuneytinu að ríkisendurskoðun geri athugun á því hvernig fjárstuðningi sem ríkið hefur veitt í rekstur kristilega líknarfélagsins Byrgisins hefur verið varið.
Gert var ráð fyrir að endurskoðun á stuðningi ríkisins við reksturinn myndi fara fram árið 2007 auk þess sem alþingismenn höfðu lýst áhuga á að vita hvernig stuðningi ríkisins væri háttað.
Í bréfinu kemur einnig fram að árið 2003 hafi verið undirrituð yfirlýsing um greiðslu á styrk þar sem sett voru tiltekin skilyrði varðandi áframhaldandi styrkveitingar. Í kjölfarið hafi verið samin önnur yfirlýsing um styrk af hálfu ráðuneytisins sem óskað var eftir að forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, undirritaði.