Endurskoðun á rekstri Byrgisins

Óskað hefur verið eftir því af félagsmálaráðuneytinu að ríkisendurskoðun geri athugun á því hvernig fjárstuðningi sem ríkið hefur veitt í rekstur kristilega líknarfélagsins Byrgisins hefur verið varið.

Gert var ráð fyrir að endurskoðun á stuðningi ríkisins við reksturinn myndi fara fram árið 2007 auk þess sem alþingismenn höfðu lýst áhuga á að vita hvernig stuðningi ríkisins væri háttað.

226 milljóna framlag

Í bréfi félagsmálaráðuneytisins til ríkisendurskoðanda kemur fram að ríkissjóður hefur veitt Byrginu fjárstuðning á fjárlögum frá árinu 1999 og hefur Byrgið fengið um 226 milljónir, að árinu 2007 meðtöldu. Þetta eru þó ekki endanlegar upplýsingar um styrkfjárhæðir því hugsanlegt er að fleiri stofnanir og ráðuneyti hafi veitt fé til Byrgisins og hefur m.a. Fangelsismálastofnun gert samkomulag við Byrgið um tiltekin verkefni.

Í bréfinu kemur einnig fram að árið 2003 hafi verið undirrituð yfirlýsing um greiðslu á styrk þar sem sett voru tiltekin skilyrði varðandi áframhaldandi styrkveitingar. Í kjölfarið hafi verið samin önnur yfirlýsing um styrk af hálfu ráðuneytisins sem óskað var eftir að forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, undirritaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert